- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hansen sagður á heimleið

Mikkel Hansen lét til sína taka í leiknum við Svía í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen er sagður ætla að flytja heim til Danmerkur sumarið 2022 og ganga til liðs við meistaraliðið Aalborg Håndbold. TV2 í Danmörku greinir frá þessu í morgun og segist hafa heimildir fyrir að samkomulag sé í höfn á milli Hansen og forráðamanna Aalborg Håndbold um þriggja ára samning.

Uppfært kl. 12.00: Aalborg Håndbold hefur staðfest á heimasíðu sinni komu Hansen til félagsinsins sumarið 2022.

Hansen hefur leikið með stórliði PSG í Frakklandi frá árinu 2012 þegar AG Köbenhavn lagði upp laupana. Samningur hans við PSG rennur úr sumarið 2022.

Hansen, sem er 33 ára gamall, lék með GOG frá 2005 til 2008 og varð danskur meistari með liðinu 2007. Hansen fór til Barcelona 2008 en flutti heim á ný 2010 og varð danskur meistari og bikarmeistari með AG 2011 og 2012. Hansen hefur nánast orðið franskur meistari árlega síðan hann gekk til liðs við PSG.

Hansen ásamt Niklas Landin markverði eru þekktustu handknattleiksmenn Dana nú um stundir. Þeir eru hryggjarstykkið í hinu sterka danska landsliði sem varð heimsmeistari 2019 og í síðasta mánuði auk þess að vera ríkjandi Ólympíumeistari frá 2016. Hann var valinn besti handknattleiksmaður heims 2011, 2015 og 2018 af Alþjóða handknattleikssambandinu.

Hansen á að baki 219 landsleiki sem hann hefur skorað í 1.099 mörk.

Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins. Arnór og Hansen voru samherjar hjá AG frá 2010 til 2012.

Hvorki Hansen né forráðamenn Aalborg Håndbold hafa viljað staðfesta fregnina við TV2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -