Handknattleikskonan Harpa Rut Jónsdóttir hefur fært sig til í Sviss og samið við GC Amicitia Zürich sem leikur í efstu deild. Harpa Rut hefur undanfarin ár leikið með LK Zug og varð m.a. bæði landsmeistari og bikarmeistari með liðinu fyrir ári. Um áramótin gekk hún til liðs við Olten sem lék í næst efstu deild og var með liðinu út keppnistímabilið.
Harpa Rut hefur skrifað undir tveggja ára samning við GC Amicitia sem varð til árið 2010 við sameiningu Grasshopper Club Zürich og ZMC Amicitia Zürich.
„Þetta er ótrúlega spennandi tækifæri. Þjálfari liðsins er Dani, [Kent Ballegaard], sem er að byggja upp gott lið sem ég spennt að taka þátt í,“ sagði Harpa Rut við handbolta.is í morgun.
- Auglýsing -