Harpa Rut Jónsdóttir varð í dag svissneskur meistari í handknattleik með liði sínu LK Zug. Zug vann LC Brühl Handball, 33:29, í þriðja úrslitaleik liðanna á heimavelli Brühl í Winterthur AXA Arena. Harpa og samherjar í LK Zug, sem urðu bikarmeistarar fyrir rúmum hálfum mánuði, voru með yfirburði í úrslitarimmunni við Brühl og töpuðu ekki leik. Tvisvar vann Zug-liðið á útivelli.
Eftir því sem næst verður komist er Harpa Rut fyrsta íslenska handknattleikskonan til þess að verða landsmeistari í Sviss og vinna tvöfalt á sama keppnistímabilinu, þ.e. deild og bikarkeppnina.
Sigurinn í dag einn sá öruggasti af sigrunum þremur í úrslitarimmunni. Zug var með yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. 16:13 að loknum fyrir hálfleik. Leikmenn Brühl tókst aldrei að ógna sigrinum að þessu sinni.
Harpa Rut skoraði ekki í leiknum en samkvæmt textalýsingu frá leiknum þá var henni einu sinni vísað af leikvelli.