- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harpa Rut vann bikarinn í Sviss

Harpa Rut Jónsdóttir, varð í dag svissneskur meistari með LK Zug. Mynd/heimasíða LK Zug
- Auglýsing -

Harpa Rut Jónsdóttir handknattleikskona frá Akureyri varð í gær svissneskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu LK Zug en liðið hefur bækistöðvar nærri Luzern. LK Zug vann SPONO Eagles, 29:26, í úrslitaleik. Grunninn að sigrinum lagði LK Zug í fyrri hálfleik en að honum loknum var liðið með átta marka forskot, 17:9.


Eftir því sem næst verður komist er Harpa Rut 24 ára gömul og leikur á línunni. Hún hefur búið í Sviss um árabil. Harpa Rut lék með KA/Þór í Olísdeildinni leiktíðina 2014/2015 og hittist svo skemmtilega á að Akureyrarliðið varð deildarmeistari í gær, sama dag og Harpa Rut varð bikarmeistari í Sviss.


Harpa og félagar LK Zug höfnuðu í þriðja sæti í svissnesku A-deildinni á keppnistímabilinu og hafa tryggt sér sæti í úrslitarimmu við Brühl um meistaratitilinn. Fyrsti leikurinn verður eftir rúma viku eftir því sem mbl.is greinir frá.

Þetta var í þriðja sinn sem LK Zug vinnur bikarkeppnina í Sviss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -