- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harpa Valey verður áfram í Eyjum

Harpa Valey Gylfadóttir, leikmaður ÍBV og íslenska landsliðsins. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -

Landsliðskonan unga, Harpa Valey Gylfadóttir, og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.


Harpa Valey, sem leikur í vinstra horni og er auk þess ein öflugasta hraðaupphlaupskona Olísdeildar kvenna, hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV síðustu tvö ár. Með afar góðri frammistöðu hefur Harpa Valey fest sig í sessi í A-landsliði Íslands. Hún var markahæsti leikmaður ÍBV-liðsins í Olís-deild kvenna á nýloknu tímabili og skoraði 107 mörk í 21 leik.


„Við erum ánægð að hafa Hörpu Valey áfram hjá ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV sem barst til handbolta.is í morgun.


Óbreytt hjá Jovanovic

Þessu til viðbótar má bæta við að serbneska landsliðskonan Maria Jovanovic leikur áfram með ÍBV á næsta keppnistímabili. Hún gerði tveggja ára samning við ÍBV fyrir ári og ekki stendur annað til að beggja hálfu en að samningurinn verður uppfylltur.


Handknattleiksdeild ÍBV hefur á undaförnum vikum og mánuðum endurnýjað samninga við nær alla leikmenn liðsins að þeim undanskildum sem voru þegar með gilda samninga. Til viðbótar skrifaði Sigurður Bragason þjálfari undir nýjan samning á dögunum auk þess sem Ásta Björt Júlíusdóttir bættist í hópinn á nýjan leik eftir árs fjarveru.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -