- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fögnuðu sigri í markaveislu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Haukar nældu í sín fyrstu stig í Olísdeild kvenna í handknattleik með sannfærandi sigri á Selfossi í mikilli markaveislu á Ásvöllum, 39:33. Staðan í hálfleik var 20:15 fyrir heimaliðið sem var með yfirhöndina lengst af í leiknum.


Nokkrar sveiflur voru í leiknum framan af og liðin skiptust á skora tvö til fjögur mörk í einu. Eftir að Haukar komust 15:12 yfir seint í fyrri hálfleik með þremur mörkum í röð má segja að Selfossliðið hafi verið amk skrefi á eftir.


Haukar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og komust sjö mörkum yfir, 24:17. Góð byrjun var köld vatnsgusa framan í Selfossliðið sem náði sér aldrei almennilega á flug. Nokkrar tilraunir til þessa að jafna metin runnu út í sandinn og sigur Hauka varð staðreynd.


Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik hjá Haukum. Hún var allt í öllu í sókninni.


Katla María Magnúsdóttir lék frábærlega fyrir Selfoss og nýtti sín færi vel. Það var Selfossliðinu missir að Roberta Ivanauskaite meiddist þegar ríflega 10 mínútur voru til leiksloka og kom ekkert meira við sögu.


Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9/1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Natasja Hammer 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 3/1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2/1, Ena Car 2, Lara Zidel 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11, 36% – Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir 8, 50%.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 11/2, Roberta Ivanauskaite 6, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Inga Sól Björnsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 7/1, 27 % – Cornelia Hermansson 5, 20%.

Staðan í Olísdeildunum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -