- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar gáfu FH-ingum ekki þumlung eftir – myndir

Daníel Freyr Andrésson með augu á knettinum í leik við Hauka í haust. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Vængbrotið Hauka lið gaf höfuðandstæðingum sínum í FH ekkert eftir í síðasta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika í dag. Niðurstaðan af viðureigninni var sú að liðin skildu með skiptan hlut, 26:26, eftir jafna stöðu í hálfleik, 13:13.


FH vann engu að síður mótið með þrjú stig. ÍBV hlaut tvö og Haukar eitt.

Systrasynirnir Einar Örn Sindrason, Aron Pálmarsson og Garðar Ingi Sindrason voru saman í FH-liðinu í dag. Mynd/J.L.Long

Haukar, sem voru án síns helsta leikstjórnanda, Guðmundar Braga Ástþórssonars sem meiddist á öxl í leik við ÍBV á þriðjudaginn, léku betur en margir reiknuðu með. Einnig voru Stefán Rafn Sigurmannsson og Kristófer Máni Jónasson fjarverandi. Ágúst Birgisson kom ekkert við sögu hjá FH-ingum, ekkert frekar en Einar Bragi Aðalsteinsson. Báðir eru á sjúkralista.

Sérstaklega var varnarleikur liðsins í betra horfi en gegn ÍBV. Munaði miklu að Þráinn Orri Jónsson gat tekið þátt en hann hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum Hauka.

Daníel Freyr Andrésson, markvörður, var besti leikmaður FH-liðsins. Hann kom m.a. í veg fyrir að Haukar ynnu leikinn með því að verja skot á síðustu andartökum viðureignarinnar eftir að Ásbjörn Friðriksson jafnaði metin fyrir FH, 26:26.
Margir áhorfendur voru á leiknum. Tíðindamaður handbolta.is skaut á að þeir hafi ekki verið færri en 400 þegar flest var.

Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 7, Þráinn Orri Jónsson 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Adam Haukur Baumruk 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Össur Haraldsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6, Birgir Már Birgisson 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Daníel Matthíasson 3, Aron Pálmarsson 1, Einar Örn Sindrason 1, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19.

FH – sigurlið Hafnarfjarðarmótsins 2023. Mynd/J.L.Long

Tengdar fréttir:

Olísdeild karla.

Leikjadagskrá Olísdeildanna.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -