Haukar hafa samið við markvörðurinn Matas Pranckevicius um að leika með Hafnarfjarðarliðinu á keppnistímabilinu sem hefst í næstu viku. Pranckevicius er 24 ára gamall Litái. Hann hefur verið við æfingar með Haukaliðinu undanfarna daga með það í huga að geta komið í stað Arons Rafn Eðvarðssonar sem verður væntanlega fjarverandi allt keppnistímabilið.
Pranckevicius hefur verið allan sinn feril hjá Vilnius VHC Sviesa en einnig verið viðloðandi landslið Litáaen. Þess má geta til fróðleiks að Giedrius Morkunas fyrrverandi markvörður Hauka og núverandi landsliðsmarkvörður Litáen leikur einnig með Vilnius VHC Sviesa.
Gangi allt að óskum getur Pranckevicius verið orðinn gjaldgengur með Haukum þegar keppni hefst í Olísdeildinni eftir um viku. Haukar taka á móti KA-mönnum á Ásvöllum föstudaginn 9. september kl. 19.30.
- Auglýsing -