-Auglýsing-

Haukar lögðu toppliðið í KA-heimilinu

- Auglýsing -

Haukar voru fyrsta liðið til þess að vinna nýliða KA/Þórs í Olísdeild kvenna á leiktíðinni er liðin leiddu saman hesta sína í KA-heimilinu, lokatölur 27:23, fyrir Hauka sem voru marki yfir í hálfleik, 12:11.

KA/Þór er áfram efst í deildinni með sex stig eins og ÍBV og Valur. Haukar fóru upp í 5. sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan ÍR, með fimm stig eins og Fram.

Haukar voru skrefi á undan nær allan leikinn. Snemma í síðari hálfleik var eins marks munur eins og í hálfleik en annars voru Haukar tveimur til fjórum mörkum á undan.


Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 6/5, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Susanne Denise Pettersen 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Trude Blestrud Hakonsen 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 6, 23,1% – Bernadett Leiner 1, 16,7%.

Mörk Hauka: Embla Steindórsdóttir 9/3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Sara Marie Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, 32,3% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2/1, 66,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -