- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar og Valur efstir – úrslit og markaskor kvöldsins

Benedikt Gunnar Óskarsson, markhæsti leikmaður Vals með 10 mörk, fékk óblíðar móttökur hjá Jóni Bjarni Ólafssyni, FH-ingi, í jafnteflisleik liðanna í Origohöllinni í kvöld, 29:29. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Haukar og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum Olísdeildar karla eftir að fimm leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Hvort lið hefur 11 stig. Haukar unnu Víkinga, 31:20, í Víkinni en Valur og FH skildu jöfn í Origohöllinni, 29:29. Ásbjörn Friðriksson innsiglaði annað stigið fyrir FH með marki úr vítakasti í blálokin. Áður hafði Valur skorað tvö mörk í röð og komist yfir.
Grótta gerði sér sér lítið fyrir og vann Stjörnuna, 34:32, í Hertzhöllinni og varð fyrst liða til þess að leggja Stjörnuna í deildinni á tímabilinu.

Gróttumenn sneru leiknum sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir, 12:6, þegar liðlega stundarfjórðungur var liðinn af viðureigninni. Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.


Stjarnan er stigi á eftir Haukum og Val og á leik við ÍBV til góða.
KA lagði Fram, 37:33, í KA-heimilinu og Selfoss lagði HK örugglega, 28:23, í Kórnum.

Egill Magnússon stórskytta FH að “hleypa af” í leiknum í kvöld. Mynd/J.Long

Úrslit og markaskorarar kvöldsins


Valur – FH 29:29 (11:14).
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10/5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Agnar Smári Jónsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Sakai Motoki 8, 38,1% – Björgvin Páll Gústavsson 7, 30,4%.
Mörk FH: Egill Magnússon 5, Ásbjörn Friðriksson 5/3, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Birgir Már Birgisson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Einar Örn Sindrason 2/1, Ágúst Birgisson 2, Gytis Smantauskas 2.
Varin skot: Phil Döhler 10, 30,3% – Svavar Ingi Sigmundsson 0.

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Val, að verja eitt skota sinna. Mynd/J.L.Long


Grótta – Stjarnan 34:32 (15:18).
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 7, Ólafur Brim Stefánsson 6, Ágúst Emil Grétarsson 5, Andri Þór Helgason 4, Gunnar Dan Hlynsson 4, Hannes Grimm 3, Ívar Logi Styrmisson 3, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13, 28,9%.
Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 8, Gunnar Steinn Jónsson 5, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Dagur Gautason 4, Leó Snær Pétursson 3, Starri Friðriksson 3, Sverrir Eyjólfsson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 7, 22,6%, Arnór Freyr Stefánsson 1, 9,1%.

Víkingur – Haukar 20:31 (8:14).
Mörk Víkings: Benedikt Elvar Skarphéðisson 8/3, Halldór Ingi Óskarsson 4, Jóhann Reynir Gunnluagsson 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Arnar Huginn Ingason 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Arnar Steinn Arnarson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 4, 14, 3% – Sverrir Andrésson 1, 12,5%.
Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 8, Heimir Óli Heimisson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 5/5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Halldór Ingi Jónasson 3, Jón Karl Einarsson 1, Darri Aronsson 1, Atli Már Báruson 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Geir Guðmundsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Róbert Snær Örvarsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11, 39,3% – Magnús Gunnar Karlsson 2, 40%.

Bruno Bernat átti fínan leik í marki KA í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


KA – Fram 37:33 (17:12).
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7/1, Einar Rafn Eiðsson 6, Einar Birgir Stefánsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Haraldur Bolli Heimisson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 11, 31.4% – Nicholas Sachwell 1, 11,1%.
Mörk Fram: Rógvi Dahl Christiansen 11, Vilhelm Poulsen 7/2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Breki Dagsson 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Þorvaldur Tryggvason 1, Valtur Már Hákonarson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9, 26,5% – Valtýr Már Hákonarson 4, 26,7%.

Rógvi Dahl Christiansen skoraði 11 mörk í 12 skotum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


HK – Selfoss 23:28 (9:12).
Mörk HK: Elías Björgvin Sigurðsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Sigurður Jefferson Guario 4, Pálmi Fannar Sigurðsson 3, Einar Pétur Pétursson 2, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Kári Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 10, 33,3% – Róbert Örn Karlsson 1, 11,1%.
Mörk Selfoss:
Richard Sæþór Sigurðsson 7, Hergeir Grímsson 6/3, Einar Sverrisson 5, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Alexander Már Egan 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Ragnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 7, 33,3% – Sölvi Ólafsson 6, 40%.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Öll tölfræði leikja kvöldsins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -