- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar skelltu deildarmeisturunum og jöfnuðu metin

Elín Klara Þorkelsdóttir er byrjuð að leika með Haukum eftir meiðsli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu deildarmeistara ÍBV í framlengdri annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag, 25:24. Natasja Hammer skoraði sigurmarkið þegar um mínúta var til leiksloka í framlengingu. Leikmenn ÍBV reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin á síðustu mínútunni. Allt kom fyrir ekki.

Staðan er þar með jöfn. Hvort lið hefur einn vinning og mætast í þriðja sinn í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöldið.
Haukar léku frábærlega framan af leiknum í dag og héldu leikmönnum ÍBV í heljargreipum. Sex mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleik, 14:8.

Framan af síðari hálfleik hélt Haukaliðið forskoti sínu. Eyjaliðið neitaði að gefast upp. Það sneri vörn í sókn og komst marki yfir rétt fyrir leikslok, 21:22. Sonja Lind Sigsteinsdóttir jafnaði metin, 22:22, og tryggði Haukum framlengingu. Eins og gegn Fram í oddaleik fyrstu umferðar þá tókst Haukum að vinna í framlengingunni. Sigurinn í dag hleypir aukinni spennu í einvígið.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 12/7, Ragnheiður Sveinsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12, 33,3%.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6/1, Sunna Jónsdóttir 6, Karolina Olszowa 1, Elísa Elíasdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15/1, 39,5%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -