- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin og unnu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Keppni hófst á ný í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Fjölnir sótti Hauka2 heim á Ásvelli og máttu þola tap, 25:23, í hörkuleik sem lengst af var jafn og spennandi, Leikmenn Hauka skoruðu tvö síðustu mörkin og innisigluðu þar með tvö stig. Haukar voru marki yfir í hálfleik, 13:12.

Með sigrinum mjökuðust Haukar upp í fimmta sæti Grill 66-deildar kvenna með sex stig að loknum sex viðureignum. Fjölnir er á hinn bóginn ennþá með tvö stig í næst neðsta sæti. Eftir sigur í fyrstu umferð deildarinnar í september þá hefur Fjölnisliðinu ekki tekist að krækja í fleiri stig.

Fjölnir byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina framan af. Haukar sneru leiknum sér í hag með fjórum mörkum í röð og náðu um leið þriggja marka forskoti, 11:8, eftir liðlega 22 mínútur. Fjölnir minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 13:12.

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi. Forskot Hauka var aldrei meira en tvö mörk en lengi var það eitt mark. Á köflum var staðan jöfn.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Hauka2: Bryndís Pálmadóttir 4, Brynja Eik Steinsdóttir 4, Hildur Sóley Káradóttir 4, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Katrín Inga Andradóttir 3, Roksana Jaros 2, Rósa Kristín Kemp 2, Hekla Katrín Freysdóttir 1, Olivia Boc 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 10, Margrét Einarsdóttir 3.

Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 9, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Sara Kristín Pedersen 3, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Azra Cosic 1, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 1, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -