- Auglýsing -
Bikarmeistarar Hauka drógust gegn spænska liðinu Costa del Sol Málaga í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var upp úr klukkan 9 í morgun. Haukar voru eina íslenska liðið sem var í skálunum þegar dregið var í morgun.
Valur mætti Costa del Sol Málaga í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna fyrir ári og hafði betur.
Fyrri viðureign Hauka og Costa del Sola Málaga verður á Spáni annað hvort 8. eða 9. nóvember. Síðari viðureignin fer fram á Ásvöllum viku síðar nema að liðin ákveði að báðar viðureignirnar verði á heimavelli annars hvors þeirra.

