- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar unnu bikarinn í 4. flokki karla, yngra ár – myndir

Coca Cola bikarmeistarar í 4. flokki karla, yngra ár, Haukar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar unnu ævintýralegan sigur á KA í úrslitaleik Coca Cola-bikars pilta í 4. aldursflokki, yngra ár, á Ásvöllum í dag, 31:30. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörkin, þar af tvö á síðustu 30 sekúndunum. Sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndu eftir hraðaupphlaup.

Miklar sveiflur voru í fyrri hálfleik og náðu bæði lið 6:1 kafla. Haukar byrjuðu og náðu þannig fimm marka forystu, 10:5. Í stöðunni 13:7 fyrir Hauka svöruðu KA piltar með sex mörkum í röð áður en Haukar náðu að svara fyrir sig. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15.


KA-liðið hóf síðari hálfleik af krafti og náði fljótlega fimm marka forskoti, 22:17. Þeir gáfu ekkert eftir og þegar síðari hálfleikur var rétt hálfnaður var forysta KA-pilta sex mörk, 25:19. Þar með var ekki öll sagan sögð því enn á ný var sveifla í leiknum.


Haukar sneru leiknum sér í hag og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins, þar af tvö á síðustu 30 sekúndunum. Sigurður Bjarmi Árnason skoraði sigurmarkið einni sekúndu fyrir leikslok eftir hraðaupphlaup.

Kristófer Breki Björgvinsson – Mynd/Eyjólfur Garðasson


Kristófer Breki Björgvinsson, Haukum, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.


Mörk Hauka: Kristófer Breki Björgvinsson 10, Daníel Máni Sigurgeirsson 7, Sigurður Bjarmi Árnason 7, Viktor Elí Hreiðarsson 3, Helgi Marinó Kristófersson 2, Freyr Aronsson 1, Egill Jónsson 1.

Mörk KA: Aron Daði Stefánsson 14, Leó Friðriksson 8, Almar Andri Þorvaldsson 3, Kristján Breki Pétursson 2, Ingólfur Árni Benediktsson 2, Þórir Hrafn Ellertsson 1.

Leikmenn bikarmeistara Hauka í 3. flokki kvenna eru:
Halldór Ingi Auðunsson, Alonso Karl Castillo, Bjarki Már Ingvarsson, Sigurður Bjarmi Árnason, Freyr Aronsson, Daníel Máni Sigurgeirsson, Kristófer Breki Björgvinsson, Helgi Marinó Kristófersson, Viktor Elí Hreiðarsson, Egill Jónsson, Dagur Máni Daðason, Róbert Daði Jónsson.

Silfurlið KA:

Þorsteinn Skaptason, Úlfar Örn Guðbjargarson, Eyþór Nói Tryggvason, Leó Friðriksson, Þórir Hrafn Ellertsson, Axel Vestmann, Kristján Breki Pétursson, Almar Andri Þorvaldsson, Stefán Grétar Katrínarson, Aron Daði Stefánsson, Ingólfur Árni Benediktsson.

Mynd/HSÍ
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Hér fyrir neðan er tengill á upptöku af leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -