- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar unnu fyrsta leik ársins

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Hauka hóf árið með sigri á ungmennaliði KA í fyrsta leik ársins í Grill 66-deild karla í Ásvöllum í kvöld. Lokatölur, 34:30, eftir að KA-piltar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.


Haukar komust yfir þegar liðlega 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þeir gáfu ekki tommu eftir það sem eftir var til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur.

Með sigrinum færðust Haukar upp að hlið ungmennaliðs Selfoss með sjö stig eftir níu leiki. Liðin eru í áttunda til níunda sæti af 10 liðum sem í deildinni eru. KA U er í sjöunda sæti eins og fyrir viðureignina á Ásvöllum með átta stig.


Mörk Hauka U.: Ágúst Ingi Óskarsson 7, Össur Haraldsson 7, Þorfinnur Máni Björnsson 6, Birkir Snær Steinsson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 4, Kristófer Máni Jónasson 3, Jakob Aronsson 2, Ásgeir Bragi Þórðarson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 5, Steinar Logi Jónatansson 4.
Mörk KA U.: Dagur Árni Heimisson 6, Ísak Óli Eggertsson 6, Logi Gautason 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Aron Daði Bergþórsson 4, Ernir Elí Ellertsson 4.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 10, Úlfar Örn Guðbjargarson 4.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -