- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tjörvi innsiglaði annað stigið

Aron Kristjánsson hættir þjálfun Hauka í lok leiktíðar. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -


Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum jafntefli, 26:26, á heimavelli gegn Val í kvöld í viðureign tveggja efstu liða Olísdeildar karla. Hann jafnaði metin þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.

Haukar sitja enn í efsta sæti Olísdeildarinnar með 14 stig eftir níu leiki. Valur er tveimur stigum og einum leik á eftir í öðru sæti.

Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik voru Haukar þremur mörkum yfir að honum loknum, 15:12. Þeir náðu mest fimm marka forskoti eftir um tíu mínútur í síðari hálfleik, 21:16. Þá komu sjö til átta mínútna kafli þar sem heimamenn gáfu eftir. Valsmenn jöfnuðu metin og leikurinn var jafn til enda. Arnór Snær Óskarsson kom Val yfir, 26:25, þegar um mínúta var eftir. Tjörvi jafnaði síðan metin en þá höfðu bæði lið átt sókn í millitíðinni sem ekki hafði skilað árangri.

Haukar eru væntanlega vonsviknari yfir jafnteflinu en Valur sem er með laskað lið um þessar mundir. Fjórir sterkir leikmenn voru utan hóps, Agnar Smári Jónsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Magnús Ól Magnússon og Róbert Aron Hostert. Þess utan tóku Vignir Stefánsson og Tumi Steinn Rúnarsson ekkert þátt í leiknum þrátt fyrir að vera á leikskýrslu og á varamannabekknum.

Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 6, Tjörvi Þorgeirsson 4, Darri Aronsson 3, Geir Guðmundsson 3, Jón Karl Einarsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6, 30% – Stefán Huldar Stefánsson 3, 20%.

Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 6/2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1. 

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 31,6%.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -