- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur er kominn á fulla ferð í Póllandi

Haukur Þrastarson í vesti með Sigvalda Björn Guðjósson sér til vinstri handar. Mynd/Łomża Vive Kielce
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson er byrjaður að æfa af fullum krafti með pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce eftir að hafa verið í stífri endurhæfingu síðustu mánuði.

Haukur sleit krossband í hné í viðureign Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í Elverum í byrjun október. Hann gekkst undir aðgerð hér á landi auk þess sem hluti endurhæfingarinnar fór fram hér heima, á Selfossi, undir styrkri stjórn Jóns Birgis Guðmundssonar sjúkraþjálfara.

„Það gengur bara vel. Ég er að komast í gang hægt og rólega,“ sagði Haukur í skilaboðum til handbolta.is.

Haukur á fullri ferð á hlaupabrautinni í gær. Mynd/Łomża Vive Kielce

Ekki er annað að sjá á myndum sem eru á Facebook-síðu Łomża Vive Kielce en að Haukur sé á góðri leið þar sem hann tekur þátt í æfingum jafnt innanhúss sem utan.

Haukur gekk til liðs við Łomża Vive Kielce fyrir ári eins og annar íslenskur landsliðsmaður Sigvaldi Björn Guðjónsson sem einnig er mættur til leiks í Kielce.

Sigvaldi Björn Guðjónsson léttur á fæti. Mynd/Łomża Vive Kielce


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -