- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur og félagar eru í góðri stöðu

Leikmennn Vive Kielce fagna eftir þriggja marka sigur í Montpellier í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Vive Kielce standa vel að vígi eftir þriggja marka sigur á Montpellier í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld, 31:28. Leikurinn fór fram í Frakklandi. Liðin mætast öðru sinni í Kielce á miðvikudaginn.

Samanlagður sigurvegari eftir leikina tvo öðlast sæti í undanúrslitum keppninnar sem fram fer Lanxess-Arena í Köln laugardaginn 18. júní.


Haukur skoraði ekki mark í leiknum í Montpellier. Sigvaldi Björn Guðjónsson var fjarverandi vegna meiðsla. Kielce var með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi og hafði fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Alex Dujshebaev var markahæstur með sjö mörk og Artsem Karalek var næstur með fimm mörk. Hugo Descat skoraði fimm mörk fyrir Montpellier og Kyllian Villeminot og Karl Wallinius skoruðu fjögur mörk hvor. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier vegna meiðsla í kálfa sem hafa hrjáð hann síðustu mánuði.

Þungur róður framundan

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold er í erfiðri stöðu eftir sjö marka tap fyrir Veszprém í Ungverjalandi í kvöld, 36:29. Veszprém var marki yfir í hálfleik, 17:16.

Blaz Blagotinsek reynir að stöðva Aron Pálmarsson í leiknum í Veszprém í kvöld. Mynd/EPA


Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Álaborgarliðið en þetta var fyrsti leikur Arons á heimavelli Veszprém síðan hann kvaddi liðið fyrir nærri fimm árum. Burser Juul skoraði sex mörk og Kristian Björnsen og Lukas Sandell fimm mörk hvor fyrir Aalborg.


Casper Margic var markahæstur hjá Veszprém með sjö mörk og Yahia Omar var næstur með sex mörk.


Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem á heimaleikinn eftir á miðvikudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -