- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur og félagar komnir með annan fótinn í átta liða úrslit

Haukur Þrastarson, Daniel Dujshebaev og fleiri liðsmenn ánægðir með sigurinn í Óðinsvéum í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og liðsfélagar í pólska meistaraliðinu Indurstria Kielce eru komnir með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með átta marka sigri á dönsku meisturunum GOG, 33:25, í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum í kvöld. Liðin mætast á ný í Póllandi eftir viku og má margt bregðast hjá Kielce glopri liðið niður þessu góða forskoti.

Haukur var næst markahæstur leikmanna Kielce með fimm mörk í sjö skotum. Hann gaf einnig tvær stoðsendingar. Spænski landsliðsmaðurinn Alex Dujshebaev var markahæstur með níu mörk. Emil Madsen og Anders Zachariassen skoruðu fjögur mörk hvor fyrir GOG. Þeir voru atkvæðamestir heimamanna.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn, Andreas Wolff, átti stórleik í marki Industria Kielce með 41% hlutfallsmarkvörslu.
Kielce tók völdin í leiknum snemma og hafði átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:10. Munaði þar mestu um stórleik Wolff.

RK Zagreb og Montpellier skildu jöfn, 27:27, í Zagreb í hinum leik kvöldsins í útsláttakeppni Meistaradeildar, 1. umferð. Síðari leikurinn verður eftir viku í Frakklandi. Fimmtán þúsund áhorfendur voru á leiknum og gríðarlega stemning.

Annað kvöld mætast ungversku liðin Pick Szeged og Telekom Veszprém annarsvegar og Wisla Plock og PSG hinsvegar.

Sigurliðin í 1. umferð útsláttarkeppninnar taka sæti í átta liða úrslitum ásamt Barcelona, Margdeburg, Kiel og Aalborg sem höfnuðu í tveimur efstu sætum riðlakeppninnar sem fram fór í vetur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -