- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur og félagar lögðu Evrópumeistarana

Haukur Þrastarson freistar þess að koma skoti á mark Magdeburg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Pólska meistaraliðið Industria Kielce vann Evrópumeistara SC Magdeburg með eins marks mun, 27:26, í fyrra viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Kielce í Póllandi í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Magdeburg eftir viku. Samanlögð úrslita leikjanna tveggja ræður því hvort þeirra kemst í undanúrslit keppninnar sem að vanda verða leikin í Köln í júní.

Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Kielce í leiknum í kvöld. Bæði markskot hans geiguðu en það kom ekki að sök. Alex Dujshebaev skoraði átta mörk og Igor Karacic var næstur með sjö mörk.

Ruddalegt brot á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í leiknum í Kielce. Dylan Nahi var vitanlega sýnt rauða spjaldið í kjölfarið.

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Magdeburg. Svíinn Felix Claar var atkvæðamestur með átta mörk. Tim Hornke skoraði einnig sex mörk.


Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk og Janus Daði Smárason ekkert. Tölfræðingar á upplýsingaveitum virðast hafa verið utan við sig meðan leikurinn fór fram því enga stoðsendingar eru skráðar á leikmenn.

Valentin Porte leikmaður Montpellier smeygir sér á milli varnarmanna Kiel í leik liðanna í Frakklandi í kvöld. Ljósmynd/EPA

Kveður Canayer í Köln?

Franska liðið Montpellier steig hinsvegar afgerandi skref í átt að undanúrslitum með því að leggja þýsku meistarana THW Kiel, 39:30, á heimavelli.

Patrice Canayer þjálfari Montpellier frá 1994 lætur af störfum í lok leiktíðar. Það væri svo sannarlega ekki amalegt fyrir hann að kveðja með þátttöku í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í Köln 8. og 9. júní. Ekki síst ef Frakklandsmeistarar PSG verða fjarri góðu gamni. Canayer hefur tvisvar stýrt Montpellier til sigurs í Meistaradeildinni, 2003 og 2018.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -