- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HC Erlangen bætir við sig slagsmálamanni fyrir átökin framundan

Miloš Kos í leik með serbneska landsliðinu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýska handknattleiksliðið HC Erlangen heldur áfram að styrkja liðið fyrir átökin á síðari hluta þýska 1. deildarinnar. Á dögunum keypti liðið Viggó Kristjánsson frá Leipzig og í gær var greint frá kaupum á Serbanum Miloš Kos frá RK Zagreb.

Slóst við samherja

Kos hefur verið í leikbanni hjá RK Zagreb síðan í lok nóvember þegar hann gekk í skrokk á samherja sínum eftir það kastaðist í kekki milli hans og tveggja Króata í búningsklefa liðsins eftir tap fyrir Nantes í Meistaradeild Evrópu. Matej Mandić, markvörður, annar þeirra sem varð fyrir barðinu á Kos, hlaut áverka á andliti og getur þar af leiðandi ekki gefið kost á sér í króatíska landsliðið sem tekur þátt í HM í þessum mánuði.

Síðan slagsmálin áttu sér stað hefur verið unnið að lausn á málinu enda ljóst að Kos ætti ekki afturkvæmt í leikmannahóp RK Zagreb. Kos, sem 22 ára gamall, lofar bót og betrun.


Johannes Sellin starfsmaður HC Erlangen sótti Kos og fjölskyldu heim um jólin og einnig rætt við forráðamenn RK Zagreb sem eru skiljanleg vera ánægðir vistaskiptin.

HC Erlangen er í næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar með fimm stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -