- Auglýsing -
- Auglýsing -

Héðan og þaðan: Gorbok, Ragnar, Arnór Þór og Kraus

Sergei Gorbok í leik með Pick Szeged. Hann er nú hættur keppni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hvít-rússneski handknattleiksmaðurinn Sergei Gorbok hefur ákveðið að hætta keppni. Hann tilkynnti í gær að nú væri mál til komið að leggja skóna á hilluna. Gorbok er 37 ára gamall og hefur leikið með mörgum af fremstu handknattleiksliðum Evrópu s.s. Vardar, Pick Szeged, Rhein-Neckar Löwen, Medvedi allt frá því að hann kom fram á sjónarsviðið 1999 sem leikmaður Arkatron Minsk í Hvíta-Rússlandi.  Gorbok lék bæði með landsliði Rússlands og Hvíta-Rússlands á ferlinum. Þá vann hann Meistaradeild Evrópu með Vardar. 

Arnór Þór Gunnarsson bíður eftir að keppnistímabilið hefst. Mynd/EPA

Ragnar Jóhannsson skoraði þrjú mörk og Arnór Þór Gunnarsson eitt mark þegar lið þeirra Bergischer vann Tusem Essen, 28:26, í æfingaleik. Þýsku handknattleiksliðin eru í óða önn að leika æfingaleiki um þessar mundir til undirbúnings fyrir deildarkeppnina sem hefst um mánaðarmótin næstu. 

Handknattleiksmaðurinn Michael „Mimi” Kraus hefur verið leystur undan samningi hjá þýska 2.deildarliðinu Bietigheim sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður er á samningi hjá. Kraus er orðinn 36 ára gamall og einn þekktasti handknattleiksmaður sinnar kynslóðar. Hann var í heimsmeistaraliði Þjóðvera fyrir 13 árum. Kraus kom til Bietigheim fyrir rúmu ári og var með samning fram á mitt næsta ár. Persónulegar ástæður eru fyrir því að Kraus fékk samningi sínum rift. Hann verður faðir í fjórða sinn á næstunni og er auk þess upptekin við uppbyggingu eigin fyrirtækis. 

Flensburg hefur samið við 23 ára gamlan línumann, Domen Sikosek Pelko, til ársloka á lánssamningi frá CB Ciudad de Logroño  á Spáni. Pelko á að hlaupa í skarðið meðan línumaðurinn Johannes Golla jafnar sig af meiðslum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -