Svíinn Robert Hedin verður eftirmaður Arons Kristjánssonar í starfi landsliðsþjálfara Barein í handknattleik karla. Aron lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í janúar og tók við landsliðið Kúveit nokkru síðar. Frá þeim tíma hafa forráðmenn handknattleiks í Barein leitað að nýjum manni í stól landsliðsþjálfara.
Í gær var greint frá því að Hedin taki við. Hedin sagði lausu starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna í vor eftir sjö ár vestra.
Hedin er þrautreyndur sem þjálfari og áður leikmaður. Hann var m.a. landsliðsþjálfari Noregs frá 2008 til 2014 auk þess að þjálfa félagslið í Þýskalandi, Noregi, Austurríki og í Sviss. Einnig lék Hedin tæplega 200 landsleiki fyrir Svíþjóð á árunum 1988 til 1998.