- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hef unnið undir pressu allan ferilinn

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur tryggt sér sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikana í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég hef talið dagana og vikurnar fram að þeim tíma sem við gátum komið saman og byrjað að vinna saman á ný,“ segir Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, í samtali við þýsku fréttastofuna dpa. Framundan er forkeppni Ólympíuleikanna um næstu helgi og Alfreð og leikmenn þýska landsliðsins hafa komið saman til æfinga í Max-Schmeling-Halle í Berlín þar sem leikirnir í riðli Þjóðverja fara fram á föstudag, laugardag og sunnudag.

Tvö lið áfram af fjórum

Með Þjóðverjum í riðli verða Svíar, Slóvenar og Alsírbúar. Mikil keyrsla, þrír leikir á lið á þremur dögum. Tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Japan sem stendur til að halda þar í síðari hluta júlí og í byrjun ágúst í sumar.

„Ég hef unnið undir pressu nánast allan minn feril. Með tímanum þá ferðu að njóta hennar,“ segir Alfreð léttur í bragði. Eftir að þýska landsliðið hafnaði í 12. sæti á HM, sem er lakasti árangur landsliðsins á HM í sögunni, kippir Alfreð sér ekkert upp við að kröfur séu gerðar til hans og þýska landsliðsins. Hann er þess viss að landsliðið rísi undir kröfunum. Löngunin að komast á Ólympíuleika sé sterk.

Toppurinn að komast á ÓL


„Menn gera sér grein fyrir að okkur bíður erfitt verkefni og að við verðum að leika vel til að ná takmarkinu. Ég hef mikla trú á liðinu og getu þess. Menn eru einbeittir og þrá að takast á við þetta erfiða verkefni. Að taka þátt í Ólympíuleikum er toppurinn á ferli hvers íþróttamanns og til þess að öðlast keppnisrétt verða menn að leggja á sig mikla vinnu. Það ætlum við að gera,” segir Alfreð.


Alfreð valdi 19 leikmenn til þess að taka þátt í undirbúningi og síðan leika leikina þrjá. Meðal þeirra eru Hendrik Pekeler, Patrick Wiencek, Fabian Wiede og Steffen Weinhold sem ekki voru með landsliðinu á HM í Egyptalandi í janúar. Koma þeirra í hópinn styrkir þýska landsliðið verulega.

Þýska landsliðið leikur við Svía á föstudaginn, Slóvena á laugardaginn og við Alsírbúa á sunnudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -