Aron Pálmarsson segist fyrst hafa heyrt af áhuga ungverska meistaraliðsins Veszprém í september í gegnum umboðsmann sinn. „Ég varð strax spenntur,“segir Aron í samtali sem birtist í gær á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF.
Aron segir að klásúla hafi verið í samningi sínum við FH um að geta losnað frá félaginu ef stórlið gerði sér tilboð.
Aron lék með Veszprém frá 2015 til 2017. Félagaskipti Arons frá FH til Veszprém voru staðfest á mánudagsmorgun í síðustu viku og hann hefur þegar tekið þátt í tveimur leikjum.
Aron segir í viðtalinu að hann hafi strax orðið spenntur fyrir að leika fyrir Veszprém á nýjan leik. Ennfremur kemur fram að hann hafi vísað á bug tilboðum frá stórliðum í Evrópu á síðustu 15 mánuðum meðan hann var leikmaður FH, allt þar til áhugi barst frá Veszprém.
Þýska liðið Kiel hafði samband við Aron
„Ég hefði sennilega séð eftir að hafa afþakkað boð um að koma á ný til Veszprém,“ segir Aron í fyrrgreindu samtali á heimasíðu EHF og bætti við að í samningi við FH hafi verið ákvæði þess efnis að FH legði ekki stein í götu hans að taka tilboði frá stórliði í Evrópu ef eitthvað mjög spennandi kæmi upp.
Þjálfarinn skipti miklu máli
Einnig segir Aron að miklu máli hafi skipt fyrir sig að Spánverjinn Xavier Pascual væri í stól þjálfara Veszprém. Pascual og Alfreð Gíslason séu tveir bestu þjálfarar sem hann hafi haft á ferlinum. Hugmyndir Pascual um hvernig eigi að leika handbolta falli að sínum. Auk þess spilli ekki fyrir að nokkrir fyrrverandi samherjar hjá Barcelona leiki með Veszprém til viðbótar við landa sinn Bjarka Má Elísson.
Pálmarsson “would have regretted saying no to Veszprém”