- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefur átt erfitt uppdráttar eftir veiruna

Cristina Neagu sækir spænskum varnarmanni í landsleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög erfiðir,“ segir rúmenska stórstjarnan Cristina Neagu sem hefur verið ein allra fremsta handknattleikskona heims síðasta áratuginn. Hún veiktist af kórónuveirunni fyrir tveimur mánuðum og hefur ennþá alls ekki náð fullum kröftum. Neagu, sem er 32 ára, er engu að síður í rúmenska landsliðinu sem tekur þátt í EM sem hefst á fimmtudaginn.


„Ég hef átt erfitt uppdráttar allt síðan ég fékk veiruna. Auk eftirstöðva veirunnar hafa meiðsli gert mér gramt í geði og alls ekki orðið til að auðvelda róðurinn. Allt hefur þetta lagst á eitt. Ég ætla engu að síður að vera með á EM og reyna að gera mitt allra besta eins og venjulega,“ segir Neagu í samtali við Gazeta Sporturilor í heimalandi sínu.


Neagu er markahæsti leikmaður í sögu EM kvenna með 237 mörk. Hún hefur fjórum sinnum verið valin handknattleikskona ársins af Alþjóða handknattleikssambandinu, oftar en nokkur önnur. Einnig verið í fimm skipti valin í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu. Neagu var fyrir þremur árum gerð að heiðursborgara Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu.


Rúmenska landsliðið verður í D-riðli mótsins en leikir þess riðils fara fram í Kolding. Auk rúmenska landsliðsins verða landslið Noregs, Póllands og Þýskaland í D-riðli og mæta Rúmenar liði Þjóðverja í fyrstu umferð á fimmtudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -