- Auglýsing -

Heimir og Einar sofna ekki á verðinum – kalla saman 28 pilta til æfinga

Leikmenn U18 ára landsliðsins fagna á EM í sumar. Á næsta ári verða margir þeirra í U19 ára landsliðinu á HM í Króatíu. Mynd/HSÍ

Króatar verða gestgjafar heimsmeistaramóts karla í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, dagana 2. til 13. ágúst á næsta ári.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að huga að undirbúningi íslenska landsliðsins sem verður á meðal þátttökuliða á mótinu. Þjálfararnir Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson sofna ekki á verðinum þegar kemur að undirbúningi mótsins. Þeir hafa valið 28 leikmenn í undirbúningshóp sem kemur í fyrsta sinn saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu 12. til 16. okótber.


Markverðir:
Daði Bergmann Gunnarsson, Stjörnunni.
Ísak Steinsson, Fold HK.
Kristján Rafn Oddsson, FH.

Aðrir leikmenn:
Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV.
Andri Clausen, FH.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Reynisson, Fram.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Haukum.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Heiðar Rytis Guðmundsson, Stjörnunni.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ísak Óli Eggertsson, KA.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Róbert Davíðsson, FH.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Þráinn Leó Þórisson, Hammarby.
Viðar Ernir Reimarsson, Þór Ak.
Össur Haraldsson, Haukum.


Alls taka lið frá 32 þjóðum þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í fyrsta sinn í Króatíu. Króatar er þrautreyndir mótshaldarar Evrópumóta yngri sem eldra handknattleiksfólks.


Þegar er 21 þjóð örugg um sæti á mótinu. Auk Króata er um að ræða: Danmörk, Færeyjar, Þýskaland, Ungverjaland, Ísland, Svartfjallaland, Noregur, Portúgal, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Suður Kóreu, Íran, Sádi Arabíu, Japan, Barein, Egyptaland, Rúanda, Marokkó, Búrúndi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -