- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimir skoraði 12 mörk – toppbaráttan harðnar

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Heimir Pálsson átti stórleik með Þór Akureyri í gærkvöld þegar liðið vann Kórdrengi með 11 marka mun, 32:21, Grill66-deild karla í handknattleik. Leikið var í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Heimir skoraði 12 mörk.


Með sigrinum þá færist Þórsliðið nær efstu liðunum þremur og þar með eykst spennan á toppi Grill66-deildarinnar til muna á endasprettinum. Liðin hafa leikið misjafnlega marga leiki og til að mynda á Þór fimm leiki eftir, Fjölnir fjóra, Hörður og ÍR þrjá leiki hvort.

Hnífjafnt á toppnum

Til þessa hafa Fjölnir og Hörður tapað sex stigum, ÍR og Þór sjö stigum.


Kórdrengir náðu að halda í Þórsara framan af leiknum í Hertzhöllinni í gær og aðeins var eins marks munur þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:14, Þór í hag. Eins og lokatölurnar gefa til kynna þá skoruðu Heimir og félagar í Þór 17 mörk í síðari hálfleik á sama tíma og Kórdrengir skoruðu sjö.


Kórdrengir eru í níunda sæti Grill66-deildar af 11 liðum með níu stig í 18 leikjum en þetta er fyrsta keppnistímabil félagsins í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Tomislav Jagurinoski lék ekki með Þór í gærkvöld vegna lítilsháttar meiðsla eins og segir á Facebooksíðu Þórs.


Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 5, Sigurður Bachmann 4, Hrannar Máni Gestsson 3, Stefán Mickael Sverrisson 3, Egill Björgvinsson 3, Úlfur Þórarinsson 1, Matthías Daðason 1, Þorlákur S. Sigurjónsson 1.

Mörk Þórs: Heimir Pálsson 12, Jóhann Einarsson 6, Josip Kezic 6, Elvar Örn Jónsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Viðar Ernir Reimarsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -