- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmeistarnir eltu Ungverja í undanúrslit

Hin franska Chloe Valentini komin í vænlega stöðu gegn Jessicu Ryde markverði Svía. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Heimsmeistarar Frakklands fylgja Ungverjum eftir í undanúrslit Evrópumóts kvenna í handknattleik. Frakkar unnu sannfærandi sigur á Svíum, 31:27, í síðast leik þriðju og síðustu umferðar milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld.

Ungverjar og Frakkar mætast í síðustu umferðinni á þriðjudaginn. Úrslit leiksins skera úr um hvort hreppir efsta sætið og mætir liðinu sem hafnar í öðru sæti milliriðils tvö. Sem stendur bendir margt til að það verði annað hvort Danmörk eða Holland.


Frakkar voru sterkari í leiknum við Svía í kvöld enda með afar sterkt lið auk þess sem Svíar hafa ekki náð sér alveg á strik á mótinu eftir að þeir fóru að mæta öflugari liðum að riðlakeppninni lokinni.

Franska liðið fór á kostum í fyrri hálfleik og hafði sex marka forystu að honum loknum. Þegar líða tók á síðari hálfleik og veik von vaknaði hjá sænska liðinu um að geta e.t.v. velgt Frökkum undir uggum tók Laura Glauser sig til í franska markinu og varði allt hvað af tók.

Tamara Horacek og Estelle Nze Minko skoruðu sex mörk hvor og voru markahæstar í franska liðinu Chloé Valentini skoraði fimm sinnum.
Jamina Roberts og Tyra Axnér skoruðu fjögur mörk hvor fyrir sænska landsliðið sem mætir Svartfjallalandi í síðustu umferðinni á þriðjudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -