- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Held áfram meðan handboltinn er ekki kvöð á mér eða fjölskyldunni

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins til margra ára glettinn á svip í samtali við handbolta.is eftir að hann hafði tekið við viðurkenningu fyrir að vera besti markvörður Olísdeildar karla á nýliðinni leiktíð. Engan bilbug er að finna á Björgvin Páli þótt farið sé að halli nærri fertugu og leikirnir margir.

„Ég hef ennþá gaman af þessu öllum saman, hverri æfingu og hverjum leik. Þegar við bætast fjögur krakkarkríli sem eru mest megnis líka í Valsheimilinu eins og ég þá væri bara skrítið ef ég væri þar ekki líka,“ sagði Björgvin Páll hress og kátur að vanda en einlægur um leið.

Leiðin úr vanda

„Meðan er handboltinn er ekki kvöð, hvorki á mér, konunni eða börnunum þá held ég áfram,“ sagði Björgvin Páll og minnti á að íþróttirnar hafi leitt hann út úr margháttuðum vanda sem barn og unglingur. Enn í dag eru íþróttirnar einn hans bjarghringa í lífinu.

„Ef mér líður illa þá finnst mér gott að fara á handboltaæfingu. Sama er þegar mér líður vel, þá jafnast fátt á við góða æfingu. Segja má að handboltinn sé fastur í DNA-inu mínu. Þannig að á meðan skrokkurinn er í lagi þá held ég óhikað áfram.“

Við settum líka ákveðinn standard veturinn sem við lékum í Evrópudeildinni með sigrum á sterkum evrópskum félagsliðum heima og að heiman.

Aðrir fylgja í kjölfarið

Björgvin Páll segir tvö síðustu ár hafa verið mjög annasöm með þátttöku Vals í Evrópudeildinni leiktíðina 2022/2023 og síðan í Evrópubikarkeppninnni í vetur sem lauk með sigri Vals í keppninni. Valur varð þar með Evrópubikarmeistari fyrst íslenskra liða. Björgvin Páll er sannfærður um að sá tónn sem Valur sló, sú braut sem leikmenn liðsins, þjálfarar, starfsmenn og sjálboðaliðar ruddu verði til þess að Valsliðið í framtíðinni eða önnur íslensk félagslið fylgi í kjölfarið.

Ógleymanlegt í sólinni í Aþenu

„Við fórum í gegnum strembið prógramm með mörgum ferðalögum og erfiðum, meðal annars tveimur ferðum til Rúmeníu undir lokin. Ferðirnar þjöppuðu hópnum saman, til urðu sögur og minningar auk árangurs. Að enda tímabilið á sigri í sólinni í Aþenu og vinna Evrópubikar er eitthvað sem öllum verður ógleymanlegt. Tækifærið sem við fengum var stórt, ekki bara fyrir okkur hjá Val heldur fyrir íslenskan handbolta. Að sjá að íslenskt lið geti gert þetta blæs öðrum liðum í framtíðinni baráttuanda í brjóst.“

Styttist í önnur lið

„Við settum líka ákveðinn standard veturinn sem við lékum í Evrópudeildinni með sigrum á sterkum evrópskum félagsliðum heima og að heiman. Um leið og umgjörð heimaleikjanna var færð upp á næsta stig. Við stimpluðum okkur inn sem eitt af 32 bestu félagsliðum í Evrópu. Ég held að það styttist í að önnur lið hér á landi vinni líka Evrópubikarkeppnina,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður í samtali við handbolti.is

Olísdeild karla.

Elín Klara og Benedikt Gunnar best í Olísdeildum

Evrópubikarkeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -