- Auglýsing -

Hellas-menn fengu ekki rönd við reist gegn ÍBV

- Auglýsing -


Þrátt fyrir að leika fyrir félag með öflugt heiti þá voru leikmenn hollenska liðsins Hellas sem hvolpar í höndum leikmanna ÍBV í æfingaleik liðanna í Den Haag í Hollandi í dag. Eyjamenn mættu til leiks af fullum þunga og unnu með 15 marka mun, 34:19, eftir að hafa átta mörkum yfir í hálfleik, 19:11. Þetta var síðari æfingaleikur ÍBV í ferð til Hollands en í gær vannst sigur á meistaraliði síðasta tímabils, Aalsmeer, 36:31.


Hellas verður nýliði í efstu deildinni í Hollandi þegar leiktíðin hefst í haust.

Eyjamenn kom til Íslands á morgun úr æfinga- og keppnisferðinni. Þeir mæta Haukum í æfingaleik á miðvikudag.

Mörk ÍBV: Andri Magnússon 8, Jakob Ingi Stefánsson 6, Dagur Arnarsson 4, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Sveinn Rivera 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Daníel Þór Ingason 1, Haukur Leó Magnússon 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 47,5% – Morgan Goði Garner 10, 55%.

Lagt á ráðin í leiknum við Hellas í Den Haag í dag. Ljósmynd/ÍBV

Eyjamenn létu mörkunum rigna í síðari hálfleik gegn hollensku meisturnum

Hafnfirðingurinn framlengir dvölina hjá ÍBV

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -