- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hélt upp á nýjan samning með sigri

Samherjarnir hjá MT Melsungen, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson, saman í vörn íslenska landsliðsins á dögunum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson hélt upp á nýjan samning með því að vera í sigurliði MT Melsungen í dag gegn Wetzlar, 21:19, í grannaslag á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elvar Örn skorað tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Samherji hans, Arnar Freyr Arnarsson, skoraði eitt mark.


MT Melsungen færðist upp í 10. sæti með sigrinum. Liðið hefur sex stig eftir átta leiki.


Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í fyrsta sinn á leiktíðinni í þýsku 1. deildinni í dag þegar þeir sóttu THW Kiel heim, 32:29. Ýmir Örn skoraði ekki mark.


Stórleikur Viggós Kristjánssonar dugði Leipzig ekki á heimavelli þegar Füchse Berlin kom í heimsókn. Viggó skoraði átta mörk og gaf sex stoðsendingar í 31:26 tapi Leipzig.


Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson skoruðu sitt hvort markið í Hamborg í dag þegar Gummersbach tapaði í heimsókn sinni til HSV í Sporthalle Hamburg, 34:31. Elliða Snæ var vísað af leikvelli í tvígang í tvær mínútur í hvort skipti.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -