Danski herinn tók á móti heimsmeisturum Danmerkur í handknattleik karla þegar þeir komu heim fyrr í dag frá heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Danir unnu heimsmeistaratitilinn í annað sinn í röð í gær eftir sigur á Svíum í úrslitaleik, 26:24.
Um leið og flugvél sem flutti heimsmeistarana kom inn í danska lofthelgi tóku þotur danska hersins á móti meisturunum og öðrum farþegum flugvélarinnar og fylgdi henni að Kastrup-flugvelli.
Velkomstkomite #hndbld #handball #Egypt2021 pic.twitter.com/1KFrQNCDIj
— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) February 1, 2021
Mótttökuathöfnin á flugvellinum var í mýflugumynd vegna kórónuveirunnar og ekki verður slegið upp hátíð á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn eins og gert var þegar Danir unnu heimsmeistaratitilinn á heimvelli fyrir tveimur árum. Aðstæður leyfa ekki slíkt nú um stundir.
Dönum leiddist satt að segja ekki að taka heimsmeistarastyttuna með sér heim eftir að hafa flutt hana með sér til Egyptalands fyrir um þremur vikum eins og meðfylgjandi færsla danska handknattleikssambandsins ber með sér.
Vi tog den med til Egypten – og nu tager vi den med hjem igen 🏆🇩🇰 #hndbld #håndbold #Egypt2021 pic.twitter.com/pMCSVmZJng
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 31, 2021