- Auglýsing -
- Auglýsing -

Herslumuninn vantaði á endasprettinn

Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í æfingabúðum hér á landi í byrjun nóvember. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar unnu nauman sigur á baráttuglöðu íslensku landsliði, 28:26, í milliriðlakeppni HM í handknattleik í kvöld. Íslenska landsliðið lék sinn besta leik í keppninni til þessa og var ekki nema hársbreidd frá að minnsta kosti öðru stiginu, hreinlega grátlega nærri því. Strákarnir komu svo sannarlega til baka með eftir erfiðar stundir eftir tapið fyrir Sviss í fyrrakvöld.
Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14, en íslenska liðið var með töglin og haldirnar lengst af síðari hálfleiks og sýndi virkilega hvað í því býr.
Fyrri hálfleikur var góður hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var lengst af mjög traustur og nokkrum sinnum tókst að vinna boltann af frönsku sóknarmönnunum og fá góð hraðaupphlaup sem nýttust öll nema eitt. Miðjublokkinn var sterk sem fyrr og Elliði Snær Viðarsson átti góða innkomu eftir rúmlega 10 mínútna leik. Áræðni og kraftur var í sóknarleiknum. Sjálfstraustið var fyrir hendi.


Frakka voru með yfirhöndina lengst af, eitt til þrjú mörk en þeir náðu aldrei tökum á leiknum. Íslenska liðið var skammt undan frá byrjun og þótt Frakkar næðu í tvígang þriggja marka forskoti þá lögðu íslensku leikmennirnir aldrei árar í bát. Ævinlega lánaðist þeim að minnka muninn í eitt mark. Þeir önduðu ofan í hálsmálið leikmönnum Frakka frá upphafi til enda.
Herslumuninn sem vantaði uppá í fyrri hálfleik kom í byrjun síðair hálfleik með góðum upphafsmínútum þegar íslenska liðið skoraði fjögur af fyrstu sex mörkunum, og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum, 17:16, og aftur 18:17. Varnarleikurinn var frábær og Viktor Gísli Hallgrímsson sem kom inn í liðið fyrir leikinn stóð vaktina af árverkni.
Baráttan í leikmönnum var frábær og leikgleðin skein af hverjum manni.

Ísland náði tveggja marka forskoti í fyrsta sinn, 20:18, eftir átta á mínútur.
Viggó Kristjánsson var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkum eins og Bjarki Már Elísson. Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaði var staðanjöfn, 22:22, og þriðja mark Frakka í röð kom þeim yfir, 23:22, þegar 14 mínútur voru til leiksloka.
Fjórum mínútum fyrir leikslok meiddist Viggó Kristjánsson á ökkla og var aðstoðaður af leikvelli. Mjög sennilega eitthvað alvarlegt því hnéið fór undan honum í hliðarhreyfingu. Þá var tveggja marka munur, Frökkum í vil, 26:24.
Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 9/1, Viggó Kristjánsson 7/1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Ólafur Andrés Guðmundsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 9, Björgvin Páll Gústavsson 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -