- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hildigunnur tekur slaginn á nýjan leik

Hildigunnur Einarsdóttir, önnur f.v. ásamt samherjum sínum úr Val sem eru með íslenska landsliðinu í Svíþjóð. F.v. Ágúst Þór Jóhannsson, Hildigunnur, Thea Imani Sturludóttir, Lovísa Thompson og Hlynur Morthens. Mynd /Ívar
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Vals, er mætt í landsliðið í handknattleik aftur eftir tveggja ára fjarveru. Hún tók síðast þátt í landsleikjum gegn Króötum og Frökkum í lok september 2019. Reyndar hafa ekki farið fram margir landsleikir síðan en í þá fáu sem farið hafa fram gaf hún ekki kost á sér.

Hildigunnur sagði við handbolta.is að það kæmi síðan í ljós hvort hún gefi kost á sér í fleiri leiki ef til hennar verður leitað. Hún hafi ákveðið að taka áskorun að þessu sinni m.a. vegna fjarveru nokkurra leikmanna.


Reynsla Hildigunnar verður kærkomin í leikjunum tveimur sem framundan eru í upphafi undankeppni EM, gegn Svíum á morgun í Eskilstuna og á móti Serbum á sunnudag í Schenkerhöllinni. Hún er næst leikjahæsti leikmaður landsliðsins sem valinn var fyrir leikina með 81 landsleik.

Hildigunnur flutti heim í sumar eftir níu ára veru ytra sem atvinnukona i handknattleik í Noregi, Svíþjóð, Austurríki og nú síðast um þriggja ára skeið í Þýskalandi.

Viðureign Svíþjóðar fer fram í Stiga Sport Arena í Eskilstuna á morgun, fimmtudag og hefst klukkan 17. Fylgst verður með leiknum á handbolti.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -