-Auglýsing-

Hiti í mönnum í Eyjum þegar ÍBV 2 lagði Hörð

- Auglýsing -


ÍBV 2 komst er komið i 16-liða úrslit Poweradebikarkeppninnar í handknattleik karla eftir ævintýrlega sigur á Herði frá Ísafirði, 36:35, í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Gabríel Martinez skoraði sigurmark ÍBV á síðustu sekúndur leiksins. Eyjamenn, sem voru valinn mann í hverju rúmi, skoruðu fimm af síðustu sex mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.


Mikill hasar var í leiknum á síðustu mínútum og fékk Pedro Daniel Dos Santos Nunes þjálfari Harðar m.a. beint rautt spjald til viðbótar að hans menn voru utan vallar fyrir brot. Enduðu Harðarmenn fjórir á leikvellinum. Voru Harðarmenn mjög ósáttir við allt og allan undir lokin, svo ekki sé fastara að orðið kveðið. Virtust sumir alls ekki hafa stjórn á tilfinningum sínum.

Fullvíst má telja að lokakaflinn eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Áskrifendur Handboltapassans geta séð upptöku af viðureigninni sem sannast sagna var afar skrautleg.

ÍBV 2 verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Poweradebikarsins á miðvikudaginn. Harðarmenn geta einbeitt sér alfarið að Grill 66-deildinni á næstu mánuðum.

ÍBV var yfir, 18:14, í hálfleik en svo virtist sem leikmenn liðsins hefðu misst dampinn þegar leið á síðari hálfleik. Harðarmönnum óx ásmegin. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka voru Ísfirðingar komnir með með fjögurra marka forskot, 30:26, og virtust sigla beggja skauta byr. Annað kom á daginn. Eyjamönnum óx þróttur á ný, svo mjög að þeim tókst að vinna eftir að Harðarmenn gerðu hvert axarskaftið á eftir öðru.

Mörk ÍBV 2: Theodór Sigurbjörnsson 14, Gabríel Martinez 6, Fannar Þór Friðgeirsson 4, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Þorlákur S. Sigurjónsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Adam Smári Sigfússon 1, Sigurður Bragason 1, Sindri Georgsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 10.

Mörk Harðar: Sérgio Barros 12, Endijs Kusners 7, Guilherme Carmignoli De Andrade 4, Jose Esteves Lopes Neto 4, Shuto Takenaka 4, Gunnar Ingi Hákonarson 2, Kei Anegayama 1, Jhonatan C. R. Dos Santos 1.
Varin skot: Arturs Kugis 3, Stefán Freyr Jónsson 1.

Tölfræði HBritara.


Fyrstu umferð Poweradebikarkeppni karla lýkur annað kvöld með þremur leikjum:

Garður: Víðir – Grótta, kl. 18.30.
Fjölnishöll: Fjölnir – Hvíti riddarinn, kl. 19.30.
Kaplakriki: ÍH – Víkingur, kl. 20.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -