- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hjörtur Ingi verður áfram hjá HK

Hjörtur Ingi Halldórsson, leikmaður HK. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Hjörtur Ingi Halldórsson hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið HK til tveggja ára. Hjörtur Ingi er markahæsti leikmaður HK á síðasta tímabili með 101 mark í 22 leikjum Olísdeildar. Hann kom til Kópavogsliðsins frá Haukum sumarið 2020.

Allt frá því að Hjörtur Ingi gekk til liðs við HK hefur hann verið einn allra öflugasti leikmaður liðsins. Þar af leiðandi ríkir mikil ánægja í herbúðum HK með að svo öflugur leikmaður hafi ákveðið að vera áfram með liði félagsins. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi HK frá síðasta keppnistímabili þegar liðinu tókst að halda sæti sínu í Olísdeildinni eftir kapphlaup við Selfoss og Víking.

„Hjörtur hefur verið lykilmaður liðsins og það er sérstaklega ánægjulegt að hann vilji halda áfram að leiða þann öfluga hóp sem hjá okkur er. Það verður gaman að fylgjast með Hirti og strákunum taka slaginn í Olísdeildinni í vetur,“ segir í tilkynningu HK í morgun.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -