- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK fór með fjögur stig frá Eyjum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK fór með fjögur stig frá Vestmannaeyjum í gærkvöld eftir tvær viðureignir við ÍBV. Eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld þá vann HK leik liðanna í Olísdeild kvenna. Ungmennalið HK fylgdi sigrinum eftir og lagði ungmennalið ÍBV, 33:26, í Grill66-deild kvenna í viðureign sem fram fór í kjölfarið.


Þar með hefur ungmennalið HK komið sér fyrir í fimmta sæti Grill66-deildarinnar með 17 stig þegar þrír leiki standa eftir út af borðinu. ÍBV er í níunda sæti af 11 liðum með níu stig en á fimm viðureignir eftir.


ÍBV var með tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:13. Skarð var fyrir skildi hjá ÍBV-liðinu í síðari hálfleik þar sem Þóra Björg Stefánsdóttir var útilokuð í lok fyrri hálfleiks og kom ekkert meira við sögu.


Mörk ÍBV U.: Aníta Björk Valgeirsdóttir 7, Ingibjörg Olsen 7, Þóra Björg Stefánsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 1, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Sara Sif Jónsdóttir 1.

Mörk HK U.: Embla Steindórsdóttir 8, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 6, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Amelía Laufey Miljevic 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Telma Medos 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.

Þess má geta að dómararnir Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson höfðu í mörg horn að líta í Vestmanneyjum í gærkvöld því þeir dæmdu báðar viðureignir ÍBV og HK.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -