- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK hélt öðru sæti og fær heimaleikjarétt – Víkingur og Afturelding líka í umspil

Gleðin skein úr andlitum leikmanna HK eftir að liðið tryggði sér annað sæti Grill 66-deildar og heimaleikjarétt í fyrstu umferð umspils Olísdeildar. Ljósmynd/HK
- Auglýsing -


HK tryggði sér annað sætið í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag þegar lokaumferðin fór fram. HK vann öruggan sigur á Fjölni í Kórnum, 37:19. Á sama tíma hafði Afturelding betur gegn Haukum2 að Varmá, 35:13. Ótrúleg staða var í hálfleik, 19:2. Sigurinn nægði Aftureldingarliðinu ekki til þess að komast upp fyrir HK. Ljóst er þar með að liðin mætast í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna. HK verður með heimaleikjaréttinn.


KA/Þór hafði fyrir nokkrum vikum innsiglað efsta sæti deildarinnar og þar með sjálfkrafa flutning upp í Olísdeildina á næsta ári. KA/Þór átti ekki í erfiðleikum með að vinna síðasta leik sinn á heimavelli í dag gegn Fram2, 39:21.

Víkingur verður þriðja lið Grill 66-deildar sem tekur þátt í umspili Olísdeildar kvenna. Víkingur vann venslaliðið, Berserki, 28:11, í Víkinni í dag. Víkingar mæta næst neðsta liði Olísdeildar kvenna í undanúrslitum umspilsins. Þar sem ekki eru öll kurl komin til grafar í Olísdeildinni er ekki ljóst hver verður andstæðingur Víkingsliðsins.

Lokastaðan í Grill 66-deild kvenna.

Úrslit dagsins

KA/Þór – Fram2 39:21 (23:8).
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 12, Unnur Ómarsdóttir 8, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Agnes Vala Tryggvadóttir 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 2, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 11, 45,8% – Selma Sigurðardóttir Malmquist 3, 27,3%.
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 5/1, Íris Anna Gísladóttir 5, Silja Jensdóttir 3, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 2, Ingibjörg Eva Baldvinsdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1, Matthildur Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Þórdís Idda Ólafsdóttir 1, 10%.

HK – Fjölnir 37:19 (19:11).
Mörk HK: Amelía Laufey G. Miljevic 8, Anna Valdís Garðarsdóttir 6, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 6, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Selma Sól Ómarsdóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Elfa Björg Óskarsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1, Stella Jónsdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 20.
Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Karólína Ósk Sigurlaugardóttir 2, Telma Sól Bogadóttir 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Azra Cosic 1, Signý Harðardóttir 1, Ragnheiður S. Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 5, Sara Sólveig Lis 1.

Afturelding – Haukar2 35:13 (19:2).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 10, Lovísa Líf Helenudóttir 7, Ragnhildur Hjartardóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Halldóra Ástrós Guðmundsdóttir 2, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 2.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 12m 85,7% – Saga Sif Gísladóttir 6, 35,3%.
Mörk Hauka2: Katrín Inga Andradóttir 4, Ester Amíra Ægisdóttir 4/3, Rósa Kristín Kemp 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 1, Hildur Sóley Káradóttir 1, Roksana Jaros 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 14/1, 29,2% – Erla Rut Viktorsdóttir 0.

Berserkir – Víkingur 11:28 (6:16).
Mörk Berserkja: Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 4, Arna Sól Orradóttir 2, Heiðrún María Guðmundsdóttir 2, Birta Dís Lárusdóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Jenný Gia Luu 1.
Varin skot: Freyja Sveinbjörnsdóttir 9, María Ingunn Þorsteinsdóttir 3.
Mörk Víkings: Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 8, Valgerður Elín Snorradóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Brynhildur Eva Thorsteinson 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 8, Klaudia Katarzyna Kondras 5, Anna Vala Axelsdóttir 4.

Lokastaðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -