Þótt HK-ingar hafi tryggt sér sigur í Grill 66-deild karla og sæti í Olísdeild á síðasta föstudag þá ætla þeir ekki að slaka á í þeim leikjum sem þeir eiga eftir í deildinni, jafnvel þótt mótspyrnan kunni að verða öflug. Því fengu leikmenn ungmennaliðs Selfoss að kynnast í kvöld þegar þeir sóttu HK-inga heim í Kórinn. Þrátt fyrir öflugu mótspyrnu leikmanna Selfoss þá tókst þeim ekki að hirða stig með sér austur fyrir fjall. HK vann baráttusigur, 33:31, í hörkuleik.
Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 17:17. HK var með frumkvæðið í síðari hálfleik en gekk illa að hrista leikmenn Selfoss af sér. Var það ekki síst vegna stórleiks Alexaners Hrafnkelssonar markvarðar Selfoss. Hann varði allt hvað af tók, alls 21 skot þegar leikurinn var gerður upp.
Staðan í Grill 66-deild karla.
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Símon Michael Guðjónsson 6, Arnór Róbertsson 5, Aron Gauti Óskarsson 3, Styrmir Máni Arnarsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Júlíus Flosason 2, Elías Björgvin Sigurðsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 5, Ingvar Ingvarsson 5.
Mörk Selfoss U.: Vilhelm Freyr Steindórsson 8, Hans Jörgen Ólafsson 6, Árni Ísleifsson 5, Gunnar Kári Bragason 4, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 21.