- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK-ingur með landsliði Bandaríkjanna í Búlgaríu

Sigurður Jefferson Guarino línumðaur HK er kominn til Búlgaríu með bandaríska landsliðinu. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Línumaður HK-liðsins, Sig­urður Jef­fer­son Guar­ino, hefur verið valinn til þátttöku á móti í vikunni með bandaríska landsliðinu en frá þessu greinir mbl.is. Sigurður þekkir aðeins til hjá landsliðinu vegna þess að hann kom til álita í leikmannahóp landsliðsins sem tók þátt í HM í janúar.


Mótið sem Sigurður og bandaríkska landsliðið keppir á fer fram í Búlgaríu og kallast Emerging Nations Championship og er haldið á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins. Um er að ræða þróunarmót sambandsins með það að markmiði að skjóta styrkari stoðum undir lakari landslið og veita þeim vettang til þess að eflast að reynslu.

Mótið hefst á morgun með landsliðum átta þjóða, Búlgaríu, Kýpur, Paragvæ, Bretlands, Moldóvu, Nígeríu, Aserbaísjan og Bandaríkjanna. Svíinn Robert Hedin er landsliðsþjálfari bandaríska landsliðsins.

Leikið verður í tveimur átta liða riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -