- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK komst í fyrsta skiptið yfir þegar 5 sekúndur voru eftir

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.
- Auglýsing -

HK vann slag toppliðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir unnu Víking, 23:22, í hörkuleik í Víkinni. Eins lygilega og það kann að hljóma þá komust HK-ingar aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var þegar fimm sekúndur voru til leiksloka er Sigurvin Jarl Ármannsson skoraði sigurmarkið, 23:22.


„Þvílíkur karakter hjá liðinu að halda þetta út eftir að hafa verið undir allan leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, skiljanlega glaður í bragði þegar handbolti.is heyrði í honum eftir sigurinn í Víkinni. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu mínu,“ bætti Elías Már við.


Liðin eru þar með með 20 stig hvort eftir 12 umferðir og stefnir í mikinn slag í lokaumferðunum um efsta sætið og farseðil upp í Olísdeild á næstu leiktíð.


Víkingar voru sterkari framan af og voru með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 10:7. Hraðinn í leiknum var meiri í síðari hálfleik og sóknarmönnum HK óx fiskur um hrygg þar sem Hjörtur Ingi Halldórsson fór mikinn og skoraði alls átta mörk. Víkingum tókst hinsvegar að halda frumkvæðinu þangað til á síðustu sekúndunum að leikmönnum HK tókst að stinga sér framúr við endalínuna.


Sex umferðir eru eftir af keppninni í Grill 66-deild karla.


Mörk Víkings: Ólafur Guðni Eiríksson 6, Jóhannes Berg Andrason 6, Arnar Gauti Grettisson 4, Hjalti Már Hjaltason 3, Guðjón Ágústsson 1, Örn Ingi Bjarkason 1, Logi Snædal Jónsson 1.
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Kristján Ottó Hjálmsson 6, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Einar Pétur Pétursson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Kári Tómas Hauksson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -