- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK kvaddi með 13 marka sigri – úrslit, lokastaða, umspilsleikir

HK-ingar fagna sigri í Grill 66-deildinni í vor. Mynd/HK
- Auglýsing -

HK fékk í kvöld afhent sigurlaun sín fyrir að vinna Grill 66-deildina í handknattleik karla. HK-liðið hélt upp á áfangann með því að vinna Fjölni örugglega, 33:20, í Kórnum. Þegar upp er staðið er HK með 35 stig af 36 mögulegum og leikur í Olísdeild karla á næstu leiktíð eftir eins árs fjarveru.


Tap Fjölnis varð til þess að liðið féll niður í fjórða sæti. Ungmennalið Vals skaust upp fyrir Grafarvogsliðið með því að leggja Þór í Höllinni á Akureyri í kvöld, 28:25.


Víkingar tóku leikinn við ungmennalið KA í sínar hendur í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur, 33:25. Víkingur, sem féll fyrir ári úr Olísdeildinni eins og HK, er öruggt í öðru sæti og tekur nú stefnuna á umspilið.

Í umspili Grill 66-deildar karla mætast:
14. apríl: Víkingur - Kórdrengir.
14. apríl: Fjölnir - Þór Ak.
Önnur umferð verður 17. apríl og komi til oddaleikja fara þeir fram 20. apríl. Sigurliðin mætast í úrslitarimmu um sæti í Olísdeildinni sem hefst 25. apríl. Vinna þarf þrjá leiki.

Lokastaðan í Grill 66-deild karla.

Úrslit leikja í síðustu umferð Grill 66-deildar karla.

HK – Fjölnir 33:20 (15:11).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Símon Michael Guðjónsson 5, Aron Gauti Óskarsson 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Styrmir Máni Arnarsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Júlíus Flosason 2, Arnór Róbertsson 1, Kári Tómas Hauksson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Sigurður Jefferson Guarino 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 11.
Mörk Fjölnis: Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 5, Viktor Berg Grétarsson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Ástgeir Rúnar Sigmarsson 7, Andri Hansen 1.

KA U – Víkingur 25:33 (16:16).
Mörk KA U.: Haraldur Bolli Heimisson 6, Ísak Óli Eggertsson 6, Magnús Dagur Jónatansson 4, Hugi Elmarsson 3, Kristján Gunnþórsson 3, Aðalbjörn Leifsson 1, Steinþór Snær Jóhannsson 1, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 9.
Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 10, Logi Ágústsson 5, Guðjón Ágústsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Arnar Gauti Grettisson 2, Marinó Gauti Gunnlaugsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Brynjar Jökull Guðmundsson 2, Benedikt Emil Aðalsteinsson 2, Igor Mrsulja 2, Ari Freyr Jónsson 1, Kristófer Snær Þorgeirsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 14, Sverrir Andrésson 4.


Þór Ak – Valur U 25:28 (14:16).
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Arnviður Bragi Pálmason 2, Jonn Rói Tórfinnsson 1, Hlynur Elmar Matthíhasson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 15, Kristján Páll Steinsson 2, Tristan Ylur Guðjónsson 1.
Mörk Vals U.: Ísak Logi Einarsson 9, Áki Hlynur Andrason 6, Þorgeir Arnarsson 4, Dagur Fannar Möller 4, Tómas Sigurðarson 3, Stefán Pétursson 1, Bjartur Guðmundsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 16.

Fram U – Kórdrengir 33:30 (16:18).
Mörk Fram U.: Eiður Rafn Valsson 13, Marel Baldvinsson 8, Arnþór Sævarsson 4, Hrannar Máni Eyjólfsson 4, Max Emil Stenlund 2, Aron Örn Heimisson 1, Tindur Ingólfsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 15.
Mörk Kórdrengja: Egidijus Mikalonis 9, Eyþór Vestmann 6, Guðmundur Rögnvaldsson 4, Hrannar Máni Gestsson 3, Logi Aronsson 3, Tómas Helgi Wehmeier 3, Arne Karl Wehmeier 1, Sigurður Karel Bachmann 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 8, Viktor Bjarki Ómarsson 2.

Haukar U – Selfoss U 30:29 (14:21).
Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Birkir Snær Steinsson 4, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Jakob Aronsson 3, Þórarinn Þórarinsson 1
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10.
Mörk Selfoss U.: Hans Jörgen Ólafsson 9, Sæþór Atlason 5, Vilhelm Freyr Steindórsson 5, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Gunnar Kári Bragason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12.

Lokastaðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -