- Auglýsing -
- Auglýsing -

„HK-liðið keyrði yfir okkur“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og leikmenn leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það stóð til að hefja ferðina til Grikklands á sigri í Kórnum en það fór aldeilis á annan veg,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, eftir að lið hans tapaði með sex marka mun, 27:21, fyrir HK í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld.


„HK-liðið keyrði yfir okkur í fyrri hálfleik með frábærri vörn. Við fengum ekki við neitt ráðið,“ sagði Sigurður sem reyndi eitt og annað í leiknum til þess að snúa gæfuhljólinu ÍBV-liðinu í hag en það var mest níu mörkum undir snemma í síðari hálfleik, 19:10.


„Eftir að við skoruðum aðeins níu mörk í fyrri hálfleik þá reyndum við að vera með tvo línumenn í síðari hálfleik, nokkuð sem við höfðum ekkert æft gegn 3/2/1 vörn. Það gekk vel og okkur tókst að minnka muninn úr níu mörkum niður í þrjú. Þegar þar var komið fengum við á okkur ódýran brottrekstur að mínu mati. Þá rann möguleikinn úr höndum okkar,” sagði Sigurður og bætti við að hann væri „skúffaður“ með frammistöðuna og úrslitin.


„HK-liðið sýndi meiri sigurlöngun en við. Það er bara ekkert flóknara,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is í eftir leikinn í Kórnum í kvöld.


Strax eftir leikinn þá rauk ÍBV-liðið og fylgdarfólk suður á Keflavíkurflugvöll þar sem það átti að fara í loftið í kvöld áleiðis til Þýskalands og þaðan áfram til Þessalóníku í Grikklandi. Þar bíður ÍBV-liðsins tveir leikir við PAOK í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á laugardag og sunnudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -