Ungmennalið HK í handknattleik kvenna lyfti sér upp úr neðsta sæti Grill 66-deildarinnar í dag með sjö marka sigri á Fjölni/Fylki í viðureign liðanna í Dalhúsum, 29:22. HK var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.
Fjölnir/Fylkir er þar af leiðandi í neðsta sæti Grill 66-deildarinnar. Hvort lið hefur sex stig en HK stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum liðanna. Rakel Dórothea Ágústsdóttir átti stórleik fyrir HK. Hún skoraði 10 mörk.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Ada Kozicka 7, Sara Björg Davíðsdóttir 6, Telma Sól Bogadóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 1, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6.
Mörk HK U.: Rakel Dórothea Ágústsdóttir 10, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 7, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Auður Katrín Jónasdóttir 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 2, Stella Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 16.
Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.
Í gærkvöld voru tveir leikir í Grill 66-deild kvenna.