HK gerði sér lítið fyrir og vann sanngjarnan sigur á ÍBV í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 25:23, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 12:12. HK-liðið mætti ákveðið til leiks eftir slakan leik gegn Fram á föstudaginn og sýndi allt aðrar og betri hliðar sem skilað góðum sigri, þeim fyrsta í Olísdeildinni síðan 29. janúar að það lagði Aftureldingu.
Karen Knútsdóttir og Hafdís Renötudóttir markvörður fóru á kostum í liði Fram sem lagði Stjörnuna örugglega í Framhúsinu í kvöld, 31:25. Karen fór á kostum í sóknarleiknum og skoraði 12 mörk. Hafdís varði 17 skot, og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.
Stjarnan var öflugri framan af leiknum en eftir að Fram-liðið komst inn á rétta sporið þá var ekki að sökum að spyrja. Fram hefur þar með þriggja stiga forskot í efsta sæti Olísdeildar þegar 17 umferðir eru að baki.
ÍBV – HK 23:25 (11:11).
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/2, Lina Cardell 4, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Marija Jovanovic 3/3, Karolina Olszowa 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 9, 30% – Marta Wawrzykowska 2, 33,3%.
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Margrét Guðmundsdóttir 4, Leandra Náttsól Salvamoser 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4/1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 2/1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 14/1, 38,9%.
Fram – Stjarnan 31:25 (12:12).
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 12/5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Emma Olsson 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17, 42,5% – Írena Björk Ómarsdottir 1/1, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 5/4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3/2, Anna Karen Hansdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12, 32,4% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 1, 16,7%.
Öll tölfræði úr leikjum kvöldsins er hjá HBStatz.
Stöðuna í Olísdeild kvenna er að finna hér.
Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.