Örvhenti hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill hornamaður sem á vafalaust eftir að styrkja liðið verulega.
Sveinn Aron lék árum saman með Val og var m.a. í liðinu sem varð Íslands- og bikarmeistari vorið 2017 en sama ár komst Valsliðið einnig í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu. Sveinn Aron lék hluta úr keppnistímabilinu 2017/2018 með Aftureldingu.
- Auglýsing -