- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hljóp kapp í kinn í sögulegum fyrsta leik

Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Þau tímamót áttu sér stað í dag að nýstofnað handknattleikslið Víðis í Garði lék sinn fyrsta opinbera kappleik Íslandsmótinu þegar Viðismenn sóttu ungmennalið Aftureldingar heim á Varmá í 2. deild.


Víðismenn hófu fyrst æfingar í upphafi þessa árs og hefur jafnt og þétt vaxið ásmegin. Eins og við mátti búast eiga þeir enn talsvert í land og fengu fyrir vikið slæman skell í Mosfellsbæ, 43:19. Aftureldingarpiltar voru 15 mörkum yfi að loknum fyrri hálfleik, 22:7.


Leikmönnum Víðis hljóp talsvert kapp í kinn í leiknum og stundum meira en góðu hófi þótti. Tveir fengu rautt spjald í fyrri hálfleik hjá Bóasi Berki Bóassyni og Herði Aðalsteinssyni þrautreyndum dómurum. Þess utan fengu Víðismenn nokkrum sinnum að dúsa í tveggja mínútna skammarkróknum. Kom jafnvel fyrir að fleiri en einn var utan vallar á sama tíma.

Sá er drengur er við gengur

Sá er drengur er við gengur, segir gamall málsháttur. Leikmenn Víðis báðust afsökunar eftir leikinn fyrir að hafa látið kappið bera fegurðina ofurliði á köflum í leiknum og eru menn að meiri.


Ágúst Björgvinsson átti stórleik fyrir Aftureldingu og skoraði 15 mörk. Orfeus Andreou þjálfari og helsti forsvarsmaður Víðisliðsins skoraði 10 mörk sem á örugglega eftir að vaxa ásmegin þegar á keppnistímabilið líður.


Mörk Aftureldingar: Ágúst Björgvinsson 15, Haukur Guðmundsson 6, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Stefán Magni Hjartarson 4, Haraldur Björn Hjörleifsson 3, Hilmar Ásgeirsson 3, Brynjar Búi Davíðsson 2, Kristófer Karl Karlsson 1, Jökull Helgi Einarsson 1, Valur Þorsteinsson.
Varin skot: Finnbogi Þór Gunnarsson 6, Steinar Freyr Kjartansson 5.
Mörk Víðis: Orfeus Andreou 10, Viktor Abdullah Fikrason 3, Gabríel Jezuerski 2, Jón Aðalberg Árnason 2, Kornel Aleksander Wolak 1, Sævar Ingi Þórhallsson 1.
Varin skot: Laertis Andreou 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -