- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ágúst Elí Björgvinsson

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handbolti.is hefur í dag að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.

Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að sá fjöldi fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.


Byrjum kynninguna á markvörðunum. Þeir verða kallaðir fram hver á fætur öðrum í stafrófsröð en þeir eru þrír, Ágúst Elí Björgvinsson, Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Ágúst Elí Björgvinsson

Ágúst Elí er 25 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding. Hann tók fyrst þátt í stórmóti með A-landsliðinu á EM í Króatíu 2018. Alls á Ágúst Elí að baki 31 A-landsleiki og var annar tveggja markvarða landsliðsins á HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum. 

Sinn fyrsta A-landsleik lék Ágúst Elí gegn Noregi í Elverum 8. júní 2017.

Ágúst Elí gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof  sumarið 2018 eftir að hafa leikið með FH upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann var í silfurliði FH á Íslandsmótinu 2017 og 2018 og varð deildarmeistari í Olís-deildinni með Hafnarfjarðarliðinu árið 2017. 

Ágúst Elí varð nokkuð óvænt sænskur meistari með Sävehöf vorið 2019 eftir ævintýralegt gengi í úrslitakeppninni. Hann gekk til liðs við KIF Kolding í sumar sem leið.

Afi Ágústs Elís, móður faðir, var Birgir Björnsson sem lék með íslenska landsliðinu á HM 1958, 1961 og 1964 og var landsliðsþjálfari á HM 1978.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -