- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Býsna létt hjá Noregi og Svíþjóð – Serbar fögnuðu

Andela Janjusevi skorar eitt marka Serba gegn Pólverjum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fengu fljúgandi viðbragð á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni í kvöld. Norska liðið vann landslið Kasakstan með 28 marka mun, 46:18, eftir að hafa verið 14 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 24:10.


Allir 14 útileikmenn norska landsliðsins skoruðu mark og var Emilie Hovden þeirra markahæst með sjö mörk.


Landslið Usbekistan flæktist ekki fyrir sænska landsliðinu sem vann með 31 marks mun, 46:15. Staðan í hálfleik, 22:11. Úsbekar lögðu niður vopnin í síðari hálfleik og megnuðu aðeins að skora fjögur mörk. Clara Lerby skoraði sex mörk fyrir Svía og var markahæst.

Slóvenar, sem unnu Íslendinga í undankeppninni í vor, unnu Svartfellinga með 10 marka mun í fremur ójöfnum leik, 28:18. Slóvenar voru frábærir í leiknum og gáfu lærimeyjum Bojönu Popovic aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Átta marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 16:8. Ana Gros skoraði sex mörk fyrir Slóvena og var markahæst. Amra Pandzic var besti leikmaður vallarins. Hún fór á kostum í marki Slóvena með 54% markvörslu.


Jovanka Radicevic skoraði sjö mörk fyrir svartfellska liðið og Itana Grbic sex mörk.

Leikmenn serbneska landsliðsins fagna dátt eftir sigurinn á Pólverjum í kvöld. Mynd/EPA


Serbar, sem töpuðu fyrir Íslandi í undankeppni EM í byrjun október, hófu leik á HM af krafti með sannfærandi sigri á Pólverjum, 25:21. Serbneska liðið var yfir frá upphafi til enda. Andela Janjusevic var markahæst hjá Serbum með sjö mörk. Jovana Stoiljkovic var næst með sex mörk. Marija Jovanovic, leikmaður ÍBV, skoraði ekki í marki í leiknum. Aleksandra Rosiak skoraði sex mörk fyrir pólska landsliðið en skotnýting hennar var ekki góð.


Úrslit og staðan eftir fyrstu umferð riðlakeppni HM. Önnur umferð í E, F,G og H-riðlum fer fram á morgun.


A-riðill:
Frakkland – Angóla 30:20.
Slóvenía – Svartfjallaland 28:18.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
Rússland – Kamerún 40:18.
Serbía – Pólland 25:21.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Noregur – Kasakstan 46:18.
Rúmenía – Íran 39:11.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
Holland – Púertó Ríkó 55:15.
Svíþjóð – Úsbekistan 46:15.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


Staðan í E, F, G og H-riðlum:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -